Þreyta engin afsökun

Nikolaj Hansen er fyrirliði Víkings og leikur áfram með liðinu.
Nikolaj Hansen er fyrirliði Víkings og leikur áfram með liðinu. Ljósmynd/Inpho Photography

„Við ætluðum bara spila að okkar hætti en vorum jafnvel eitthvað stressaðir og Blikarnir gerðu vel og  voru bara betri í dag,“ sagði Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga eftir tapið gegn Breiðablik í Víkinni í kvöld þegar fram fór síðasti leikur Íslandsmóts karla í fótbolta.  

„Við gáfum þeim þrjú heimskuleg mörk,“ hélt fyrirliðinn áfram og taldi að stress og þreyta Víkinga hefði ekki skipt sköpum.  „Í svona leik er maður heldur ekki þreyttur því adrenalínið tekur yfir en á sama tíma og þú finnur ekkert því þreytu en  þetta hefur verið langt tímabil – bikarkeppnin, deildin og Evrópuleikirnir – svo það gæti verið einhver þreyta í líkamanum en það er engin afsökun,“ sagði Nikolaj en Víkingar hafa staðið í ströngu, hafa leikið nokkra erfiða Evrópuleiki og eru enn á þeim vígstöðum.

„Það þarf alltaf að vera eitthvað stress fyrir svona leik eins og í dag en maður gleymir því þegar leikurinn byrjar, það gæti verið að það hafi verið of mikið og en í dag var þetta ekki nógu gott  og ég óska Breiðablik til hamingju.“

Daninn var ef eitthvað er hissa á spurning um sína framtíð. „Ég verð auðvitað áfram, Víkingur er liðið mitt og mér finnst frábært að vera hérna.  Við verðum bara að halda áfram og byrjum bara að byggja upp fyrir næsta tímabil. Við eigum fjóra Evrópuleiki eftir og við verðum að standa okkur í þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert