Tryllt frammistaða hjá öllum

Anton Ari Einarsson var valinn besti markvörður deildarinnar í leikslok.
Anton Ari Einarsson var valinn besti markvörður deildarinnar í leikslok. mbl.is/Hákon

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var kampakátur er hann ræddi við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í fótbolta eftir sigur á Víkingi, 3:0, í úrslitaleik í Víkinni í kvöld.

„Ég held flestum hafi liðið vel alla vikuna. Að koma hingað og þurfa að sækja þetta átti mjög vel við okkur. Við vorum hungraðir, klárir og peppaðir alla vikuna. Við ætluðum að klára þetta og sækja titilinn.

Þetta var tryllt frammistaða hjá öllum. Menn hlupu úr sér lungun og við vorum í takti allan tímann. Svo vorum við með gæði á seinasta þriðjungi og klárir í teignum, sem skilaði þremur mörkum,“ sagði Anton.

Eftir leik hlupu fjölmargir Blikar inn á völlinn og var fagnað vel á Víkingsvellinum.

„Maður hefur aldrei upplifað þetta áður. Maður er enn þá að taka þetta inn og ég held ég geti svarað þessari spurningu einhvern tímann seinna þegar maður er búinn að átta sig á stöðunni.“

Var sérstaklega sætt að vinna titilinn á útivelli helsta keppinautsins?

„Ef ég hefði mátt velja hefði ég valið Kópavoginn, þótt það sé gaman að gera þetta hérna,“ sagði Anton.  

Anton Ari Einarsson í leiknum í kvöld.
Anton Ari Einarsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka