Félagaskipti Fanneyjar tilkynnt í annað sinn

Fanney Inga Birkisdóttir er komin til Svíþjóðar.
Fanney Inga Birkisdóttir er komin til Svíþjóðar. Kristinn Magnússon

Fann­ey Inga Birk­is­dótt­ir, markvörður ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu, hef­ur samið við sænska fé­lagið Häcken. Häcken, sem leik­ur í sænsku úr­vals­deild­inni, kaup­ir hana af upp­eld­is­fé­lag­inu Val.

Valur sendi frá sér tilkynningu um söluna í dag. Valur tilkynnti í raun félagaskiptin fyrir mistök fyrir um tveimur vikum, án þess að þau væru frágengin. Þeirri tilkynningu var eytt, en hefur nú verið birt á ný.

Fann­ey Inga er aðeins 19 ára göm­ul en hef­ur staðið í marki Vals und­an­far­in tvö tíma­bil þar sem hún hef­ur orðið Íslands- og bikar­meist­ari.

Þá hef­ur hún verið aðal­markvörður landsliðsins und­an­farið ár og spilað sjö A-lands­leiki.

Í til­kynn­ingu frá knatt­spyrnu­deild Vals seg­ir Björn Stein­ar Jóns­son, vara­formaður Vals, að kaup­verðið sé trúnaðar­mál en að ljóst væri að fé­lagið sé að fá upp­hæð sem ekki hafi sést í ís­lenska kvenna­bolt­an­um til þessa.

„Og Fann­ey Inga stend­ur al­veg und­ir því enda telj­um við að hún eigi eft­ir að ná langt í framtíðinni. Við ósk­um henni alls hins besta og get­um ekki beðið eft­ir því að fylgj­ast með henni á stóra sviðinu,“ sagði Björn Stein­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert