Skjótum í stöng og slá

Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson. Ljósmynd/Inpho Photography

„Mér fannst þetta bara hörkuleikur og Blikar nýttu bara færin sín en ekki við,“ sagði Aron Elís Þrándarson úr Víkingi eftir 3:0 tap fyrir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik í lokaleik efstu deildar karla í knattspyrnu í Víkinni í kvöld.

„Þeir fá ekki mörg færi en skora þrjú mörk.  Við fengum líka ágætis færi, skjótum í slá og stöng en boltinn vildi bara ekki inn.  Ég held að stressið hafi verið mikið hjá báðum liðum, mikið undir en það er gríðarlega svekkjandi að þessi leikur endi þrjú-núll.  Stundum er það bara svona, boltinn vill bara ekki inn,“ bætti Aron Elís við sagði álag spila að einhverju leiti í úrslitum leiksins.  

„Yfir tímabilið er erfiðara að spila svona mikið.  Það sást í fyrra þegar Blikar voru í sama prógrammi og við en enda tuttugu og fimm stigum á eftir okkur.  Nú vorum nálægt þessu en ekki nógu nálægt og við þurfum að gefa í á næsta ári.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert