Matthías Guðmundsson verður nýr þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta. Tekur hann við liðinu af Pétri Péturssyni sem lét af störfum á sunnudag.
RÚV greinir frá. Matthías þekkir afar vel til hjá Val, því hann lék lengi með liðinu og var síðan aðstoðarmaður Péturs hjá meistaraflokki kvenna.
Hann lék með FH frá 2007 til 2009 og Haukum 2014 en var annars allan ferilinn hjá Hlíðarendafélaginu.
Hann tók við kvennaliði Gróttu fyrir síðasta tímabil og var hársbreidd frá því að komast upp í Bestu deildina.