Viðurkennir að hafa djammað of mikið

Viðar Örn Kjartansson í leik með KA í sumar.
Viðar Örn Kjartansson í leik með KA í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður KA, viðurkennir að hafa átt erfitt utan vallar fyrr á árinu.

„Metnaðurinn hvarf í raun. Ég hef eiginlega engin svör við því en svo kemur hann bara aftur. Þetta getur gerst, kulnun eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Viðar Örn í samtali við RÚV.

Selfyssingurinn var þá spurður hvort hann hafi á tímapunkti síðastliðinn vetur verið mikið á djamminu og ekki með einbeitingu á knattspyrnunni.

„Já, já. Það er alveg partur af því að metnaðurinn var ekki. Ég þarf ekki einu sinni að viðurkenna það. Ég var nú bara sýnilegur.

Það er mér að kenna. En sögurnar eru búnar til eins og þetta hefði náð langt inn í sumarið, sem er alger þvæla,“ sagði Viðar Örn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka