Glæsilegur sigur íslensku strákanna

Guðmar Gauti Sævarsson fagnar marki sínu með Ásbirni Líndal Arnarssyni.
Guðmar Gauti Sævarsson fagnar marki sínu með Ásbirni Líndal Arnarssyni. mbl.is/Hákon

Íslenska U17 ára landslið karla í fótbolta vann sannfærandi sigur á Norður-Makedóníu, 4:1, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 í kvöld. Leikið var á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.

Guðmar Gauti Sævarsson kom Íslandi yfir á 30. mínútu og átta mínútum síðar bætti Gunnar Orri Olsen við öðru markinu og staðan í hálfleik var 2:0.

Tómas Óli Kristjánsson bætti við þriðja markinu á 62. mínútu og Viktor Bjarki Daðason því fjórða á 71. mínútu. Mark Norður-Makedóníu kom í uppbótartíma.

Spánn og Eistland eru einnig í riðlinum og vann Spánn sannfærandi sigur, 4:0, í þeirra leik. Næsti leikur Íslands er gegn Eistlandi á laugardag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert