Ísland mætir Danmörku á Spáni

Leikmenn Íslands umkringja Lindsey Horan í vináttuleik gegn Bandaríkjunum á …
Leikmenn Íslands umkringja Lindsey Horan í vináttuleik gegn Bandaríkjunum á dögunum. AFP/Johnnie Izquierdo

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Danmörku í vináttulandsleik á Spáni þann 2. desember næstkomandi.

Liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir EM 2025 í Sviss næsta sumar en áður að því kemur tekur Ísland þátt í A-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir áramót.

Vináttulandsleikurinn gegn Danmörku verður leikinn á Pinatar Arena og hefst klukkan 17 á íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.

Þetta verður í 16. sinn sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið þrjá leiki, þrír hafa endað með jafntefli og Danmörk hefur unnið níu.

Ísland vann síðustu viðureign þjóðanna, 1:0, í Þjóðadeildinni fyrir tæpu ári síðan og fór sá leikur fram í Viborg í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert