Líklega á leið í atvinnumennsku

Benoný Breki Andrésson skoraði 21 mark í 26 leikjum og …
Benoný Breki Andrésson skoraði 21 mark í 26 leikjum og var markakóngur, var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar og er leikmaður haustmánaða hjá Morgunblaðinu. mbl.is/Óttar

„Tilfinningin er ógeðslega góð. Þetta er eitthvað sem ég var búinn að hugsa fyrir leik að ég vildi reyna að ná. Síðan fæ ég tækifæri í leiknum og þá einhvern veginn gekk allt upp,“ sagði Benoný Breki Andrésson, knattspyrnumaður hjá KR, í samtali við Morgunblaðið.

Vísaði Benoný þar til markametsins í efstu deild á Íslandi sem hann sló um síðustu helgi með því að skora fimm mörk í 7:0-sigri á HK í lokaumferðinni. Benoný Breki skoraði þar með 21 mark í 26 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu og varð fyrsti karlinn frá upphafi sem nær að skora meira en 19 deildarmörk á einu tímabili.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk í fimm síðustu leikjum sínum á tímabilinu, vann sér í leiðinni inn níu M og er þar með besti leikmaðurinn að mati Morgunblaðsins á haustmánuðum 2024.

Benoný, sem er aðeins 19 ára gamall, sagðist raunar hefðu getað skorað fleiri mörk í sigrinum á HK.

„Þau voru nokkur færin í þessum leik en á endanum voru þetta bara fimm mörk sem ég náði að skila af mér, sem ég er mjög ánægður með.“

Ánægður að hafa verið áfram

Eftir þetta gott persónulegt tímabil er óumflýjanlegt að ungur markaskorari fari að vekja athygli erlendra félaga. Aðspurður viðurkenndi hann að líklegast lægi leiðin brátt út fyrir landsteinana.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist en líklega er ég að fara út. Ég held að ég þurfi ekkert að fela það. Ég veit ekki nákvæmlega hvar það verður en það verður að koma betur í ljós á næstu dögum. Það eina sem ég veit er að það er einhver áhugi.“

Áhugasöm félög verða að komast að samkomulagi við KR um kaup á Benoný þar sem hann er samningsbundinn Vesturbæjarfélaginu út tímabilið 2025. 

Viðtalið við Benoný má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert