Markakóngurinn bestur í haust

Benoný Breki Andrésson fagnar marki í sumar.
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR, var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta á haustmánuðunum 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Með „haustmánuðum“ er átt við síðustu sex umferðir Íslandsmótsins, eða alla leiki frá 13. september til 27. október, frá og með 22. umferð deildarinnar, auk þess sem frestaður leikur KR og Víkings telst með í þessu uppgjöri.

Benoný Breki fékk hvorki fleiri né færri en níu M í sjö leikjum KR-inga í haust, einu meira en Ísak Snær Þorvaldsson sem fékk átta M í sex leikjum Breiðabliks.

Þeir tveir sköruðu fram úr en næstur kom Benedikt V. Warén, kantmaður Vestra, sem fékk M í öllum sex leikjum liðsins í haust.

Óli tvisvar í byrjunarliði

Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni er sá eini í byrjunarliði haustsins sem hefur áður verið í byrjunarliði mánaðar á tímabilinu. Óli var líka í byrjunarliði maímánaðar.

Erik Tobias Sandberg, miðvörður ÍA, og Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, eru báðir í byrjunarliði í fyrsta sinn eftir að hafa verið tvívegis í hópi varamanna í úrvalsliðum mánaða.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er í hópnum í fjórða sinn. Hann er í þriðja sinn sem varamaður og var í byrjunarliðinu í ágúst, þegar hann var besti leikmaður mánaðarins.

Uppgjörið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag en þar er birt úrvalslið haustmánaðanna ásamt viðtali við Benoný Breka

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert