Knattspyrnukonan Jelena Tinna Kujundzic hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt úr Reykjavík.
Nýi samningurinn gildir út árið 2026 en Jelena er uppalin hjá Þrótti og hefur leikið fyrir félagið alla tíð.
Hún á að baki 170 keppnisleik fyrir Þrótt, þar af 89 í efstu deild, þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul.
Þá á Jelena að baki tíu landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.