Benoný Breki sá fjórði í sögunni

Benoný Breki Andrésson fagnar einu fimm marka sinna á laugardaginn …
Benoný Breki Andrésson fagnar einu fimm marka sinna á laugardaginn var. mbl.is/Hákon Pálsson

Framherjinn Benoný Breki Andrésson er sá fjórði í sögunni til að hljóta einkunnina 10 hjá geysivinsæla knattspyrnuforriti FotMob. 

Benoný Breki fékk 10 í einkunn eftir að hafa skorað fimm af sjö mörkum KR í sigri á HK, 7:0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 

Benoný varð þar með aðeins fjórði knattspyrnumaðurinn til að fá 10 í einkunn en hinir eru Karim Konaté, leikmaður Salzburg, Thomas Meunier, leikmaður Lille og belgíska landsliðsins, og sjálfur Neymar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert