Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur framlengt samning sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Munu landslið Íslands í knattspyrnu leika í Puma-búningum til ársins 2030.
Á meðal annarra knattspyrnulandsliða sem leika í Puma fatnaði eru Austurríki, Sviss og Tékkland. Fyrsti samningur KSÍ og Puma var gerður árið 2020 og því liggur fyrir að árið 2030 munu íslensku landsliðin í knattspyrnu hafa leikið í Puma-búningum í áratug
„Ég vil byrja á að þakka Puma fyrir gott samstarf síðustu ár. Við hjá KSÍ erum mjög ánægð með samninginn og samstarfið og hlökkum til næstu ára með PUMA.
Það verður gaman að sjá íslensku landsliðin og okkar efnilega landsliðsfólk alveg frá yngri liðum og upp í A landsliðin áfram leika í Puma búningum.
PUMA er án vafa eitt fremsta íþróttavörumerkið í heiminum í dag, sem kannski sést vel á því að yngri kynslóðin klæðist okkar Puma-fatnaði reglulega og það er líka gaman að sjá,“ sagði Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ í tilkynningu frá sambandinu.