Yfirgefur Árbæinn

Klara Mist Karlsdóttir, til vinstri.
Klara Mist Karlsdóttir, til vinstri. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnukonan Klara Mist Karlsdóttir hefur yfirgefið Fylki eftir þrjú tímabil í herbúðum félagsins.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Klara Mist, sem er fædd árið 2003, lék 19 leiki í Bestu deildinni með Fylki í sumar.

Miðju- og varnarmaðurinn er uppalinn hjá Stjörnunni og á að baki 24 leiki í efstu deild, fimm með Stjörnunni og 19 með Fylki.

Í frétt fótbolta.net kemur meðal annars fram að Klara ætli að horfa í kringum sig en Fylkir hafnaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar í haust og féll um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka