Ísland með Frakklandi og Noregi í riðli

Íslenska kvennalandsliðið er í sterkum riðli.
Íslenska kvennalandsliðið er í sterkum riðli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður með Frakklandi, Noregi og Sviss í riðli í A-deild Þjóðadeildar Evrópu þegar hún fer af stað á nýju ári.

Dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í dag.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Leikir í Þjóðadeildinni fara fram í febrúar, apríl og maí/júní á næsta ári áður en íslenska liðið heldur til Sviss á EM 2025.

Ísland hefur mætt Frakklandi tólf sinnum. Ísland hefur unnið einu sinni, tveir leikið endað með jafntefli og 9 með sigri Frakklands.

Ísland og Noregur hafa mæst 15 sinnum. Þrír leikir hafa endað með sigri Íslands, þrír með jafntefli og Noregur hefur unnið níu leiki.

Ísland og Sviss hafa mæst níu sinnum. Ísland hefur unnið þrjá leiki, einn endað með jafntefli og Sviss unnið fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert