Åge Hareide landsliðsþjálfari karla í fótbolta hefur ekki áhyggjur af því að útileikirnir við Wales og Svartfjallaland í Þjóðadeildinni á næstu dögum gætu orðið hans síðustu með íslenska liðið.
Nokkur umræða hefur skapast um framtíð Norðmannsins í landsliðsþjálfarastarfinu.
„Ég hugsa ekkert um það (hvort þetta séu síðustu leikirnir). Ég hef verið í þessari stöðu áður og ef þetta verða síðustu leikirnir þá er það þannig.
Þá held ég annað hvort áfram að þjálfa eða hætti. Ég hef notið þess að vera í þessu starfi og það veltur á KSÍ,“ sagði hann við mbl.is.