„Þú verður að spyrja landsliðsþjálfarann að því“

Åge Hareide og Birkir Bjarnason.
Åge Hareide og Birkir Bjarnason. Ljósmynd/Alex Nicodim/Eggert Jóhannesson

Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, hefur verið að spila mjög vel með félagsliði sínu Brescia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu að undanförnu.

Birkir, sem er 36 ára gamall, hefur skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en alls hefur hann komið við sögu í sjö leikjum með liðinu á tímabilinu til þessa.

Miðjumaðurinn gekk til liðs við Brescia á nýjan leik í ágúst á síðasta ári en hann lék einnig með liðinu frá því í janúar árið 2020 fram í ágúst árið 2021.

„Ég er loksins byrjaður að spila aftur sem er frábært,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið en Brescia situr í 7. sæti B-deildarinnar með 17 stig að tólf umferðum loknum, 10 stigum minna en topplið Pisa.

Þjálfarinn velur hópinn

Birkir hefur ekkert spilað fyrir íslenska landsliðið síðan Åge Hareide tók við þjálfun liðsins í apríl á síðasta ári en veit hann sjálfur af hverju hann hefur ekki verið inni í myndinni hjá Norðmanninum?

„Nei ég veit það ekki, þú verður að spyrja landsliðsþjálfarann að því. Ég var í sambandi við hann þegar hann var nýtekinn við. Ég var í fyrsta landsliðshópnum hjá honum en meiddist svo og þurfti af þeim sökum að draga mig úr landsliðshópnum. Það er þjálfarinn sem velur hópinn en ég var ekki sáttur til að byrja með að vera ekki valinn og ekki sammála þeirri ákvörðun. Það er samt lítið sem þú getur gert í því, annað en að standa þig vel með þínu félagsliði og vona það besta enda er þetta alltaf ákvörðun þjálfarans.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert