Víkingur besta liðið á Norðurlöndunum

Víkingur er að skrá sig á spjöld íslenskrar knattspyrnusögu með …
Víkingur er að skrá sig á spjöld íslenskrar knattspyrnusögu með árangri sínum í Evrópukeppni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalið Víkings úr Reykjavík stendur best að vígi af þeim fimm liðum frá Norðurlöndunum sem taka þátt í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á yfirstandandi tímabili.

Víkingur hefur unnið sér inn sex stig í fyrstu þremur umferðunum og er í 14. sæti. Djurgården frá Svíþjóð, sem Víkingur mætir á Kópavogsvelli í desember, kemur næst í 16. sæti með fjögur stig.

Mesta athygli vekur að danska stórveldið FC Köbenhavn rekur lestina, er enn án sigurs með tvö stig í 29. sæti.

Liðið hefur verið tíður gestur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á undanförnum árum en hefur ekki náð sér á strik í Evrópu til þessa.

Sé Evrópudeildin tekin með í reikninginn hafa tvö lið, Bodö/Glimt frá Noregi og Midtjylland frá Danmörku, unnið sér inn sjö stig í deildarkeppni þeirrar keppni en bæði hafa þau leikið einum leik meira en liðin í Sambandsdeildinni, fjóra.

Víkingur hefur unnið sér inn tvö stig að meðaltali í leik en Bodö/Glimt og Midtjylland 1,75 stig að meðaltali í leik.

Víkingur mætir Djurgården í þriðja og síðasta heimaleik sínum í keppninni á Kópavogsvelli 12. desember.

Staða liðanna frá Norðurlöndunum í Sambandsdeildinni:

14. Víkingur R.      3  2  0  1  5:5  6
16. Djurgården     3  1  1  1  5:5  4
22. Molde             3  1  0  2  4:5  3
26. HJK Helsinki    3  1  0  2  1:5  3
29. FC Köbenhavn 3  0  2  1  4:5  2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert