Yfirgefur sænska félagið

Valgeir Valgeirsson í leik með U21-árs liði Íslands í haust.
Valgeir Valgeirsson í leik með U21-árs liði Íslands í haust. mbl.is/Eyþór

Knattspyrnumaðurinn Valgeir Valgeirsson er á förum frá sænska félaginu Örebro eftir tveggja og hálfs árs dvöl.

Valgeir, sem er 22 ára fjölhæfur leikmaður, er að renna út á samningi hjá Örebro og tilkynnti félagið í dag að hann verði ekki framlengdur.

Hann gekk til liðs við sænska félagið frá uppeldisfélagi sínu HK sumarið 2022 og lék alls 59 leiki í B-deildinni þar sem Valgeir skoraði fimm mörk og lagði upp fjögur til viðbótar.

Ekki liggur fyrir hvað tekur við næst hjá honum en Valgeir gæti verið á heimleið þar sem fjöldi íslenskra félaga hefur vafalaust áhuga á fyrrverandi yngri landsliðsmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert