Fyrirliðinn framlengir

Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Knattspyrnumaðurinn Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2026.

Aron er vinstri bakvörður og hefur verið í lykilhlutverki hjá félaginu sem spilar í Bestu deild á næsta ári í fyrsta sinn eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaleiknum í umspilinu í sumar.

Hann kom til félagsins frá Val í febrúar árið 2020 og tók við fyrirliðabandinu árið 2021. Í sumar spilaði hann sinn hundraðasta leik í deild og bikar með Aftureldingu en hann spilaði alla 25 leiki liðsins á tímabilinu.

Í haust sem og áður í gegnum tíðina hafa önnur félög sýnt Aroni áhuga en hann hefur sýnt tryggð við Aftureldingu og framlengt samning sinn við félagið sem eru mikil gleðitíðindi. Afturelding fagnar því að Aron hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka slaginn í Bestu deildinni í Mosfellsbæ!“ Stóð í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert