Dominic Ankers er nýr þjálfari kvennaliðs Gróttu í fótbolta.
Dominic er 29 ára gamall Englendingur sem kom til Gróttu sumarið 2021. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari í báðum meistaraflokkum félagsins og þjálfað 2. og 5. flokk karla.
Hann er með gráðu í íþróttavísindum frá Loughborough-háskóla og þjálfaði meðal annars í akademíu Norwich.
Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir heldur áfram sem aðstoðarþjálfari liðsins og tekur yfir sem styrktarþjálfari.
Grótta spilar í 1. deildinni og var aðeins markatölu frá því að komast upp um deild.