Tjáði sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns

„Leikmannahópurinn stóð hundrað prósent á bakvið Óskar,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Vill ekki vera með getgátur

Óskar Hrafn Þorvaldsson lét nokkuð óvænt af störfum sem þjálfari Breiðabliks í október á síðasta ári, þegar keppni í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar stóð sem hæst.

„Við hefðum allir hlaupið í gegnum vegg fyrir hann og hann var okkar leiðtogi,“ sagði Höskuldur.

„Við elskuðum hann allir og hann elskaði okkur. Mögulega var komin einhver þreyta á Óskars og klúbbsins, eða ákveðinna aðila þar, án þess að ég vilja vera með einhverjar getgátur um það.

Það fór eins og það fór og þá þurftum við í leikmannahópnum að horfa fram veginn. Óskar Hrafn mun alltaf eiga risastóran stað í hjörtum okkar allra,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Höskuldur Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Höskuldur Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. Ljósmynd/Óskar Hrafn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert