Vonar að dimmu dagarnir taki enda

Svartfjallaland er án stiga á botni 4. riðils B-deildar Þjóðadeildar …
Svartfjallaland er án stiga á botni 4. riðils B-deildar Þjóðadeildar Evrópu undir stjórn Roberts Prosineckis, sem er að renna út á samningi. AFP/Kenzo Tribouillard

Eftir sex töp í röð, tvö í vináttulandsleikjum og fjögur í Þjóðadeild Evrópu, er óumflýjanlegt að sæti Roberts Prosineckis, þjálfara karlalandsliðs Svartfjallalands í knattspyrnu, sé farið að hitna.

Það er sannleikanum samkvæmt að framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins, Dejan Savicevic, er fyrrverandi liðsfélagi hans og vinur en hingað til hafa engar fregnir borist af mögulegri framlengingu á samningi Prosineckis, sem rennur út í lok ársins. Þrátt fyrir að aðstæðurnar séu óþægilegar var Prosinecki meira en til í að ræða við Morgunblaðið.

Það er staðreynd að landslið Svartfjallalands býr ekki yfir miklum gæðum, sérstaklega þegar þið þurfið að spila án Stefans Savics og Stevans Jovetics; samt sem áður finnst manni sem þið hafið verið óheppnir í Þjóðadeildinni í ár. Hvað finnst þér?

„Ég get ekki sagt til um hvort við höfum verið óheppnir eður ei. Það væri ekki sanngjarnt að nota það sem afsökun, en það er staðreynd að við höfum alltaf staðið frammi fyrir vandamálum þegar kemur að leikmönnum, mikilvægum leikmönnum, sem hafa ekki staðið okkur til boða vegna meiðsla. Vegna þess höfum við ekki í eitt einasta skipti getað stillt upp okkar sterkasta liði. Því miður er það líka svoleiðis núna að það eru nokkrir leikmenn sem við getum ekki stólað á vegna meiðsla. En svona er þetta. Við getum ekki breytt því og verðum að reyna að gera það besta úr þessu.“

Eigum erfitt með að skora

Í fjórum leikjum í Þjóðadeildinni í ár hefur lið þitt einungis náð að skora eitt mark. Hefurðu einhverja hugmynd eða áætlun um hvernig á að laga þetta vandamál?

„Það er satt að við eigum í erfiðleikum með að skora en við höfum fengið færi. Við fengum ekki mörg færi gegn Tyrklandi né gegn Wales í Cardiff, sömuleiðis ekki í Reykjavík, en við fengum einhver færi til þess að skora þó við höfum ekki nýtt þau. Ég er hræddur um að ég geti ekki sagt þér hvort við getum lagfært þetta vandamál en það mun sannarlega ekki hjálpa að Jovetic missir af leiknum gegn Íslandi vegna gulra spjalda.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka