Yngsti sonur heilbrigðisráðherrans æfir á Ítalíu

Þór Andersen Willumsson og Emil Hallfreðsson á æfingu Hellas Verona.
Þór Andersen Willumsson og Emil Hallfreðsson á æfingu Hellas Verona. Ljósmynd/@emil_hallfredsson

Þór Andersen Willumsson, yngsti sonur heilbrigðisráðherrans Willums Þórs Þórssonar, er nú staddur á Ítalíu þar sem hann æfir með ítalska knattspyrnufélaginu Hellas Verona.

Emil Hallfreðsson, fyrrverandi landsliðsmaður og umboðsmaður leikmannsins, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær.

Þór, sem er fæddur árið 2009, leikur með 3. flokki Breiðabliks í dag en eldri bræður hans, þeir Willum Þór og Brynjólfur Andersen, eru báðir í íslenska landsliðinu í dag.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka