Úr Breiðholtinu í Úlfarsárdalinn

Óliver Elís Hlynsson, til hægri, ásamt Vilhelmi Þráni Sigurjónssyni.
Óliver Elís Hlynsson, til hægri, ásamt Vilhelmi Þráni Sigurjónssyni. Ljosmynd/ÍR Fótbolti

Knattspyrnumaðurinn ungi Óliver Elís Hlynsson er genginn til liðs við Fram frá uppeldisfélagi sínu ÍR. 

Óliver skrifar undir þriggja ára samning í Úlfarsárdalnum en hann var í stóru hlutverki hjá spútnikliði ÍR-inga sem komst í umspil 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. 

Óliver er vinstri bakvörður sem á að baki 97 leiki í meistaraflokki þar sem hann hefur skorað 12 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert