Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahópinn fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada og Danmörku sem fram fara í Murcia á Spáni 29. nóvember og 2. desember.
Fanney Inga Birkisdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir, sem misstu af leikjunum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, koma aftur inn í hópinn og þá er Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í hópnum á ný, í fyrsta sinn á þessu ári.
Guðný Árnadóttir er fjarverandi vegna aðgerðar á fæti og þær Ásdís Karen Halldórsdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Auður Scheving, sem fóru til Bandaríkjanna, eru ekki í hópnum núna.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
12/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki
12/0 Cecilia Rán Rúnarsdóttir, Inter Mílanó
7/0 Fanney Inga Birkisdóttir, Häcken
Varnarmenn:
130/11 Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München
66/1 Ingibjörg Sigurðardóttir, Bröndby
43/1 Guðrún Arnardóttir, Rosengård
16/0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki
11/0 Sædís Rún Heiðarsdóttir, Vålerenga
7/1 Natasha Anasi, Val
Miðjumenn:
47/6 Alexandra Jóhannsdóttir, Fiorentina
45/10 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Leverkusen
43/5 Selma Sól Magnúsdóttir, Rosenborg
22/2 Amanda Andradóttir, Twente
20/2 Hildur Antonsdóttir, Madrid CFF
14/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Val
13/1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Bröndby
2/0 Katla Tryggvadóttir, Kristianstad
Framherjar:
45/6 Sandra María Jessen, Þór/KA
42/12 Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg
41/6 Hlín Eiríksdóttir, Kristianstad
18/2 Diljá Ýr Zomers, OH Leuven
6/1 Bryndís Arna Níelsdóttir, Växjö
3/0 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Nordsjælland