Þá erum við í góðum málum

Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson mbl.is/Jóhann Ingi

„Mér líst mjög vel á þessa leiki,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is. Fram undan eru leikir við Svartfjallaland og Wales í Þjóðadeildinni. Tveir sigrar gæti komið Íslandi í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Eftir að hafa farið yfir síðasta glugga hef ég mjög góða tilfinningu fyrir liðinu okkar. Mér finnst við hafa bætt okkur. Þessi gluggi byrjar líka vel. Við höfum æft vel og hópurinn er góður,“ sagði Davíð.

Ísland fékk aðeins eitt stig úr heimaleikjum við Wales og Tyrklandi í síðasta glugga.

„Við þurfum að vinna leiki til að fá fleiri stig. Það eru lykilatriði við hvern andstæðing sem við horfum á. Svo er mikilvægt að halda í sömu gildi í landsliðinu og vera ekki að breyta of miklu.

Við trúum á það sem við erum að gera og við vitum að við getum orðið betri. Við viljum læra af leiknum gegn Tyrklandi t.d. Þá var staðan 2:2 og við vildum sigla honum heim. Það eru lítil atriði sem við þurfum að vinna og hjálpast að sem lið til að verða betri,“ sagði hann.

Ísland mætir Svartfjallalandi á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér úrslitaleik við Wales í Cardiff, takist Wales ekki að vinna Tyrkland á útivelli.

„Þeir þurfa að sækja á okkur á einhverjum tímapunkti. Þeir settu fleiri fram og dældu boltanum fram þegar leið á leikinn. Við undirbúum okkur fyrir svoleiðis stöðu líka. Vonandi getum við stýrt leiknum eins og við viljum stýra honum. Þá erum við í góðum málum,“ sagði Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert