„Ég fæ fín laun en læt það vera mitt einkamál,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum. í Dagmálum.
Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.
Mikið hefur verið rætt og ritað um laun íslenskra knattspyrnumanna á undanförnum árum.
„Það er ekkert launungarmál að ef þú vilt stækka umgjörðina og hækka rána þá þarf að setja pening í það,“ sagði Höskuldur.
„Launavísitala fótboltamanna hefur hækkað en það sem hefur verið að gerast í íslenskum fótbolta er óumflýjanlegt. Við erum alltaf að hækka okkur á styrkleikalista UEFA og við viljum hækka okkur ennþá frekar þar,“ sagði Höskuldur meðal annars.
Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.