Frábært að láta vita af mér

Mikael fagnar marki með liðsfélögum sínum í kvöld.
Mikael fagnar marki með liðsfélögum sínum í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Það var frábært að sjá boltann inni í þessum mörkum og ná í mikilvæg stig. Við förum í úrslitaleik á þriðjudaginn,“ sagði Mikael Egill Ellertsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við mbl.is eftir að Ísland vann útisigur á Svartfjallalandi, 2:0, í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Það er alltaf mjög erfitt að koma í þessum leikjum. Það voru taugar og mikið undir. Það var því mjög gott að klára þetta svona,“ sagði Mikael, sem kom inn á í seinni hálfleik. Við það færðist meiri kraftur í íslenska liðið.

Mikael lagði upp fyrra mark Íslands á Orra Stein Óskarsson skömmu eftir að hann kom inn á.

„Maður reynir alltaf að láta vita af sér þegar maður kemur inn á og það er gott að það tókst. Það var frábært að leggja upp,“ sagði hann.

Ísland fer nú í úrslitaleik gegn Wales í Cardiff á þriðjudag, þar sem annað sæti riðilsins er undir og umspil um sæti í A-deildinni.

„Við þurfum að vinna Wales og við förum til Wales til að vinna og ná í þetta annað sæti. Það var gott að sjá að Wales tókst ekki að vinna,“ sagði Mikael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert