Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson, leikmaður Birmingham á Englandi og enska landsliðsins, er uppalinn hjá Breiðabliki.
Breiðabliksliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum með sigri á Víkingi úr Reykjavík í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar.
„Ég reyni að horfa á flesta leiki. Það var svakalegt skrið á þeim og þeir pökkuðu Víkingunum saman í úrslitaleiknum. Það var geggjað að sjá. Það kom ekki annað til greina en að horfa á þann leik,“ sagði Willum við mbl.is.