Glæsilegur sigur Íslands í Svartfjallalandi

Andri Lucas Guðjohnsen, Logi Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson fagna …
Andri Lucas Guðjohnsen, Logi Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson fagna öðru marki Íslands. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland hafði betur gegn Svartfjallalandi, 2:0, á útivelli í Þjóðadeild karla í fótbolta í Niksic í Svartfjallalandi í kvöld. Ísland er nú með sjö stig í riðlinum en Svartfjallaland er enn án stiga.

Í hinum leik riðilsins gerðu Wales og Tyrkland markalaust jafntefli. Ísland mætir Wales á þriðjudaginn næstkomandi í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins sem tryggir umspil um sæti í A-deildinni.

Tyrkland er með 11 stig og Wales 9 í tveimur efstu sætunum eftir markalaust jafntefli þjóðanna í kvöld. Wales nægir því jafntefli gegn Íslandi í Cardiff en þá myndi Ísland fara í umspil um áframhaldandi sæti í B-deildinni.

Heimamenn fengu fyrsta færið á 4. mínútu er Vladimir Jovovic átti fast skot rétt utan teigs sem Hákon Rafn Valdimarsson gerði mjög vel í að verja.

Ísland fékk hins vegar besta færi hálfleiksins á 11. mínútu þegar Orri Steinn Óskarsson slapp einn í gegn og renndi boltanum rétt framhjá nærstönginni.

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Íslands.
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Íslands. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska liðið varð fyrir áfalli á 20. mínútu þegar Aron Einar Gunnarsson fór af velli vegna meiðsla.

Í kjölfarið kom góður kafli hjá Svartfjallalandi og Marko Bakic kom boltanum í netið á 23. mínútu eftir tvær glæsilegar markvörslur frá Hákoni en Bakic var í rangstöðu og markið taldi ekki.

Nikola Krstovic átti skot yfir í kjölfarið og Adam Marusic bylmingsskot rétt framhjá. Þess á milli átti Arnór Ingvi Traustason hættulegt skot en boltinn fór rétt framhjá færstönginni.

Jóhann Berg Guðmundsson komst svo í fínt færi á lokamínútu fyrri hálfleiks en hann setti boltann framhjá.

Orri Steinn Óskarsson kemur boltanum í netið.
Orri Steinn Óskarsson kemur boltanum í netið. Ljósmynd/Alex Nicodim

Staðan í hálfleik var því markalaus, þrátt fyrir fín færi beggja liða.

Nikola Krstovic fékk fyrsta góða færi seinni hálfleiks en hann lagði boltann framhjá úr hættulegri stöðu rétt utan teigs eftir sókn upp vinstri kantinn á 54. mínútu.

Næstu mínútur voru rólegri og var staðan enn markalaus eftir 70. mínútna leik.

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað mark Íslands í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað mark Íslands í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

Það breyttist á 74. mínútu því þá skoraði Orri Steinn Óskarsson með huggulegri afgreiðslu í teignum eftir að varamaðurinn Mikael Egill Ellertsson skallaði boltann á hann í teignum.

Íslenska liðið lét það ekki nægja því varamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað markið á 89. mínútu er hann afgreiddi boltann glæsilega í netið vinstra megin í teignum eftir góðan sprett frá Orra Steini og svo sendingu frá Andra Lucas Guðjohnsen.

Reyndist það síðasta mark leiksins og íslenska liðið fagnaði góðum útisigri.

Íslenska landsliðið fagnar fyrra markinu.
Íslenska landsliðið fagnar fyrra markinu. Ljósmynd/Alex Nicodim
Jóhann Berg Guðmundsson með boltann í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson með boltann í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki sínu í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki sínu í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson. Ljósmynd/Alex Nicodim
Ljósmynd/Alex Nicodim
Valgeir Lunddal Friðriksson í baráttunni.
Valgeir Lunddal Friðriksson í baráttunni. Ljósmynd/Alex Nicodim
Ljósmynd/Alex Nicodim
Íslenskur stuðningsmaður í stúkunni.
Íslenskur stuðningsmaður í stúkunni. Ljósmynd/Alex Nicodim
Stuðningsmenn Svartfjallalands kveikja á blysum.
Stuðningsmenn Svartfjallalands kveikja á blysum. Ljósmynd/Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson, Hákon Rafn Valdimarsson, Logi Tómasson og Arnór …
Aron Einar Gunnarsson, Hákon Rafn Valdimarsson, Logi Tómasson og Arnór Ingvi Traustason. Ljósmynd/Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Ljósmynd/Alex Nicodim
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson fer meiddur af velli.
Aron Einar Gunnarsson fer meiddur af velli. Ljósmynd/Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Ljósmynd/Alex Nicodim
Aron Einar gengur inn í klefa.
Aron Einar gengur inn í klefa. Ljósmynd/Alex Nicodim
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen. Ljósmynd/Alex Nicodim
Íslenska landsliðið hitar upp fyrir leik kvöldsins.
Íslenska landsliðið hitar upp fyrir leik kvöldsins. Ljósmynd/Alex Nicodim
Logi Tómasson er í byrjunarliði Íslands í dag.
Logi Tómasson er í byrjunarliði Íslands í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim
Stefán Teitur Þórðarson á fullri ferð í upphitun.
Stefán Teitur Þórðarson á fullri ferð í upphitun. Ljósmynd/Alex Nicodim
Brynjólfur Darri Willumsson.
Brynjólfur Darri Willumsson. Ljósmynd/Alex Nicodim
Allt til reiðu í Niksic í Svartfjallalandi.
Allt til reiðu í Niksic í Svartfjallalandi. Ljósmynd/Alex Nicodim
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í knattspyrnu í dag.
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í knattspyrnu í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Svartfjallaland 0:2 Ísland opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert