„Ákveðið bjargráð sem maður leitaði í“

„Það er erfitt að fara til baka í það hugarástand sem maður var í á þessum tíma,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Vildi heiðra minningu hans

Höskuldur missti bróður sinn, Hákon Guttorm Gunnlaugsson, í ágúst árið 2019 en degi aftur andlát bróður síns var hann mættur út á völl og skoraði sigurmark Breiðabliks gegn ÍA á Akranesi, þann 11. ágúst.

„Ég veit eiginlega ekki af hverju ég spilaði þennan leik en að einhverju leyti var þetta ákveðið bjargráð sem maður leitaði í,“ sagði Höskuldur.

„Ég man að ég var mjög staðfastur í að vilja spila og skora og heiðra þanning minningu hans. Fótboltinn tengdi okkur mikið saman,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hákon Guttormur Gunnlaugsson og Höskuldur Gunnlaugsson á góðri stundu.
Hákon Guttormur Gunnlaugsson og Höskuldur Gunnlaugsson á góðri stundu. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka