Ekki byrjunin sem ég hafði óskað mér

Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við viljum vera ofar,“ sagði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við mbl.is. Victor er leikmaður Plymouth á Englandi og hefur liðið verið í fallbaráttu í ensku B-deildinni í fótbolta á tímabilinu.

„Það er búið að vera bras á okkur og sigrarnir eru ekki margir. Við vitum að þetta verður bardagi þar til síðasta dags. Við viljum koma okkur vel fyrir í þessari deild og það getur tekið sinn tíma. Þeir voru einu stigi frá því að falla á síðustu leiktíð og vilja gera betur núna,“ sagði hann.

Victor kom til Plymouth frá Eupen í Belgíu fyrir tímabilið. Hann hefur lítið fengið að spila og þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu.

„Ég er meira út úr liðinu en í liðinu. Þetta er ekki byrjunin sem ég hafði óskað mér. Ég meiddist eftir fyrsta leik og missti sætið mitt.

Síðan þá hef ég verið að æfa og gert hvað ég get til að komast aftur inn í liðið. Ég er búinn að fá einhverja leiki en ég hef ekki náð nokkrum leikjum í röð. Vonandi breytist það,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert