Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason er á förum frá Val.
Þetta tilkynnti Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í samtali við fótbolta.net.
Samningur Elfars Freys, sem er 35 ára gamall, er að renna út en hann gekk til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki fyrir tímabilið 2023.
Hann lék ekkert með liðinu, seinni hluta tímabilsins, vegna meiðsla, en alls lék hann 29 leiki fyrir félagið í Bestu deildinni á tveimur árum.
Hann varð Íslandsmeistari með Breiðabliki árin 2010 og 2022 en alls á hann að baki 208 leiki í efstu deild. Þá hefur hann einnig með AEK Aþenu, Stabæk, Randers og Horsens á atvinnumannaferlinum.