„Ég ætla ekki að blammera einn né neinn,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.
Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.
Breiðablik varð í fyrra fyrsta íslenska karlaliðið til þess að taka þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en mikið leikjaálag var á liðinu um tíma vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppnum.
„KSÍ hefur lært af reynslunni og skapað betra umhverfi fyrir liðin sem eru að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Höskuldur.
„Knattspyrnusamböndin í löndunum í kringum okkur hafa skapað ákveðið umhverfi þar sem reynt er að auka líkur þeirra að standa sig vel með því að fresta leikjum inn á milli heimafyrir.
Það er eðilegt að í fyrsta sinn sem þetta er gert að menn séu aðeins að fikra sig áfram og læra af mistökunum en mér finnst rétt skref hafa verið tekin í ár og það væri hægt að gera ennþá betur,“ sagði Höskuldur meðal annars.
Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.