U15-ára lið Íslands í knattspyrnu stúlkna tapaði 5:3 fyrir jafnöldrum sínum frá Englandi í fyrsta leik liðanna á þróunarmóti UEFA í Burton á Englandi í dag.
Hafdís Nína Elmarsdóttir, Anna Katrín Ólafsdóttir og Björgey Njála Andreudóttir skoruðu mörk íslenska liðsins.
Ísland spilar tvo leiki til viðbótar á mótinu; gegn Noregi á laugardag og Sviss á þriðjudag.
Byrjunarlið Íslands í leiknum:
🇮🇸 Byrjunarlið U15 kvenna sem mætir Englandi á UEFA Development Tournament á Englandi.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 21, 2024
Our U15 women's side starting lineup against England.#viðerumísland pic.twitter.com/k2x4dg8th3