Frá Selfossi í Fossvoginn

Jóhanna Elín Halldórsdóttir og John Andrews þjálfari Víkings.
Jóhanna Elín Halldórsdóttir og John Andrews þjálfari Víkings. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnudeild Víkings og Jóhanna Elín Halldórsdóttir hafa gert samkomulag þess efnis að Jóhanna leiki með Víkingi næstu tvö tímabil.

Hún kemur til Víkings frá Selfossi, þar sem hún hóf að leika með meistaraflokki árið 2022 aðeins 14 ára gömul.

Jóhanna lék ellefu leiki með Selfossi í úrvalsdeild og 16 leiki í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Jóhanna á að baki níu leiki með yngri landsliðum Íslands, fimm þeirra með U19 ára landsliðinu á þessu ári.

Þá hefur deildin framlengt samning markvarðarins Birtu Guðlaugsdóttur til ársins 2026. Hún lék ellefu leiki með Víkingi á síðustu leiktíð en hún kom til Fossvogsfélagsins frá Val. Birta á 37 leiki að baki í efstu deild.

Birta Guðlaugsdóttir með þjálfaranum sínum.
Birta Guðlaugsdóttir með þjálfaranum sínum. Ljósmynd/Víkingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert