Knattspyrnudeild Fram hefur samið við Kristófer Konráðsson um að hann leiki með liðinu næstu tvö ár.
Kristófer, sem er 26 ára miðjumaður, kemur á frjálsri sölu frá Grindavík eftir að hafa leikið með liðinu í 1. deild undanfarin tvö ár.
Hann er alinn upp hjá Stjörnunni og hóf meistaraflokksferilinn þar en hefur einnig leikið með Leikni úr Reykjavík, Þrótti úr Reykjavík og KFG.
Alls á Kristófer 39 leiki að baki í efstu deild, 47 leiki og fimm mörk í 1. deild og 14 leiki og sex mörk í 2. deild með KFG.
Kristófer er fimmti leikmaðurinn sem Fram fær í sínar raðir í vetur og allir léku þeir í 1. deildinni á síðasta tímabili. Hinir eru Viktor Freyr Sigurðsson markvörður og Róbert Hauksson sem komu frá Leikni R., Sigurjón Rúnarsson sem kom frá Grindavík og Óliver Elís Hlynsson sem kom frá ÍR.