Ísland mætir Kósovó í umspilinu

Íslenska liðið mætir Kósovó.
Íslenska liðið mætir Kósovó. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland freistar þess að halda sæti sínu í deildinni og forðast fall niður í C-deild á meðan Kósovó getur komist upp úr C-deild og í B-deildina.

Ísland hefur tvisvar mætt Kósovó en þjóðirnar voru saman í riðli í undankeppni HM 2018. Ísland vann 2:1-útisigur í mars 2017 og svo 2:0-heimasigur í október sama ár, sem tryggði sætið á lokamóti HM í Rússlandi.  

Heimir Hallgrímsson og írska landsliðið freista þess einnig að halda sæti sínu í B-deildinni. Írland dróst á móti Búlgaríu.  

Leiknir verða tveir leikir og fara þeir fram 20. og 23. mars. Ekki er víst hvar heima­leik­ur Íslands verður spilaður en Laug­ar­dalsvöll­ur verður ekki til­bú­inn, þar sem end­ur­bæt­ur á hon­um standa yfir.  

Drátturinn í heild sinni:
Kósovó – Ísland
Búlgaría – Írland
Armenía – Georgía
Slóvakía – Slóvenía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert