Örlög Íslands ráðast

Örlög íslenska karlalandsliðsins í fótbolta ráðast í dag.
Örlög íslenska karlalandsliðsins í fótbolta ráðast í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Mótherji íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar kemur í ljós í dag þegar dregið verður í Nyon í Sviss klukkan 11.

Ísland heldur sæti sínu í B-deildinni með sigri í umspilinu en fellur niður í C-deild með tapi, þar sem liðið endaði í þriðja sæti í sínum riðli í B-deildinni.

Mögulegir mótherjar Íslands eru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Leikirnir fara fram dagana 20. og 23. mars.

Ekki er víst hvar heimaleikur Íslands verður spilaður en Laugardalsvöllur verður ekki tilbúinn, þar sem endurbætur á honum standa yfir.  

Þá verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar. Spánn, Þýskaland, Portúgal og Frakkland geta dregist gegn Ítalíu, Hollandi, Danmörku og Króatíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert