Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram

Arnar Daníel Aðalsteinsson er kominn til Fram.
Arnar Daníel Aðalsteinsson er kominn til Fram. Ljósmynd/Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur fest kaup á varnarmanninum Arnari Daníel Aðalsteinssyni frá Gróttu og skrifaði hann undir tveggja ára samning.

Arnar Daníel, sem er tvítugur, á að baki 52 leiki fyrir Gróttu í 1. deild þar sem hann skoraði fjögur mörk.

Miðvörðurinn ólst upp hjá Breiðabliki og lék á sínum tíma sjö leiki fyrir venslafélagið Augnablik í 3. deild.

Arnar Daníel á að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er sem stendur í námi við Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum og kemur því til móts við Fram næsta sumar.

Fram hefur nú fengið til sín sex leikmenn úr liðum sem léku í 1. deild á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert