Geir Þorsteinsson snýr heim í Vesturbæinn

Geir Þorsteinsson gegndi formannsembætti KSÍ á árunum 2007 til 2017.
Geir Þorsteinsson gegndi formannsembætti KSÍ á árunum 2007 til 2017. mbl.is/Hari

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, mun taka við starfi sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar KR eftir áramót. 

Þetta staðfesti Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, í samtali við Vísi. 

Geir hefur verið framkvæmdastjóri Leiknis úr Reykjavík síðustu ár en var áður  framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.

Hann starfaði fyrir Knattspyrnusamband Íslands í tuttugu ár frá árinu 1997 en þar var hann fyrst framkvæmdastjóri sambandsins í tíu ár og síðan formaður í tíu ár, frá 2007 til 2017. 

Geir er KR-ingur af upplagi en hann þjálfaði fyrst yngri flokka hjá Vesturbæjarfélaginu og var síðan framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR áður en hann kom til starfa hjá KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert