Ísland mætir Haítí og Púertó Ríkó

Andri Lucas Guðjohnsen skallar að marki Gvatemala í leik þjóðanna …
Andri Lucas Guðjohnsen skallar að marki Gvatemala í leik þjóðanna á Flórída í janúar á þessu ári. Ljósmynd/KSÍ

Karlalandslið Íslands mætir Haítí og Púertó Ríkó í vináttulandsleikjum í janúar, samkvæmt síðu um landsliðið á vefnum Wikipedia.

Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki tilkynnt um þessa leiki en á Wikipediu eru þeir skráðir í Bandaríkjunum dagana 4. og 10. janúar.

Íslenska karlalandsliðið hefur yfirleitt leikið tvo vináttuleiki á þessum árstíma og þá teflt fram leikmönnum sem eru í vetrarfríi á þessum tíma, þ.e. aðallega leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum.

Síðast á þessu ári lék liðið gegn Gvatemala og Hondúras og fóru þeir leikir fram í Fort Lauderdale á Flórída í Bandaríkjunum.

Þessir leikir eru líka skráðir á síðum landsliða Haítí og Púertó Ríkó á Wikipedia.

Haítí er í 86. sæti á heimslista FIFA og hefur einu sinni komist í lokakeppni HM en Púertó Ríkó er í 153. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert