Norðmaðurinn Åge Hareide hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í dag eftir rúmt eitt og hálft ár í starfi.
„Við munum vanda til verks næstu vikur og mánuði við leit að nýjum þjálfara,“ var haft eftir Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, í yfirlýsingu sambandsins í dag.
Tveir kostir þykja líklegastir til að taka við landsliðinu:
Arnar Gunnlaugsson – hefur náð gríðarlega góðum árangri sem þjálfari karlaliðs Víkings undanfarin ár og unnið allt sem hægt er að vinna, með liði sem var ekki í toppbaráttu áður en hann tók við. Hann vinnur mjög vel með ungum leikmönnum og var sjálfur atvinnu- og landsliðsmaður á sínum tíma.
Freyr Alexandersson – hefur náð mjög góðum árangri erlendis og bjargað bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli þegar staðan var afar svört. Hann þekkir vel til hjá KSÍ en hann var bæði þjálfari kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Hann var orðaður við Cardiff í ensku B-deildinni fyrir skömmu.
Ólíklegri kostir:
Rúnar Kristinsson, Davíð Snorri Jónasson, Janne Andersson, Heimir Hallgrímsson.