Åge Hareide, sem hætti sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gær, hefur tilkynnt að hann sé alfarið hættur í þjálfun.
Åge, sem er 71 árs gamall, þjálfaði íslenska liðið í rúmt eitt og hálft ár og átti eitt ár eftir af samningi sínum en ákvað að láta staðar numið, meðal annars af heilsufarsástæðum.
„Ég hef tekið ákvörðun. Þetta er rétti tímapunkturinn til þess að segja þetta gott. Ég er með slæmt hné. Ég þarf að vera upp á mitt besta til þess að geta sinnt þessu starfi,“ sagði hann í samtali við norska ríkisútvarpið.