Íslenska U19 ára landslið stúlkna var örfáum sekúndum frá því að sigra það belgíska er liðin mættust í fyrsta leik í undankeppni EM 2025 í kvöld en leikið er í Murcia á Spáni. Urðu lokatölur 1:1.
Bergdís Sveinsdóttir úr Víkingi kom Íslandi yfir á 40. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0.
Þannig var hún allt fram að fimmtu mínútu uppbótartímans er Aurélie Reynders jafnaði fyrir Belgíu.
Ísland mætir Spáni á laugardag í öðrum leik sínum. Spánn vann afar sannfærandi 6:0-sigur á Norður-Írlandi fyrr í dag.
Byrjunarlið Íslands:
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir
Líf Joostdóttir van Bemmel
Jóhanna Elín Halldórsdóttir
Jónína Linnett
Helga Rut Einarsdóttir
Bergdís Sveinsdóttir
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Margrét Brynja Kristinsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
Sigdís Eva Bárðardóttir
Inn á komu:
Brynja Rán Knudsen, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Freyja Stefánsdóttir og Berglind Freyja Hlynsdóttir.