Danmörk hafði betur gegn Íslandi, 2:0, í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu á Pinatar-vellinum í Murcia á Spáni í kvöld.
Þetta var seinni leikur íslenska liðsins í þessum landsleikjaglugga liðsins í Murcia en Ísland gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada á föstudaginn. Tókst Íslandi því ekki að skora á Spáni.
Íslenska liðið mætir næst Sviss og Frakklandi ytra í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári en Noregur er fjórða lið riðilsins.
Þorsteinn Halldórsson gerði sex breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Kanada en íslenska liðið hóf leikinn af krafti.
Danir komust þó yfir en á 16. mínútu stangaði Signe Bruun boltann listilega í netið eftir fyrirgjöf frá Kathrine Kühl, 1:0.
Bruun var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu eftir mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Þá vann Daninn boltann af Ingibjörgu og vippaði glæsilega yfir Fanneyju Ingu Birkisdóttur og í netið, 2:0.
Íslenska liðinu gekk brösuglega að skapa sér færi í seinni hálfleik og var vörn Danmerkur erfið viðureignar. Það komu því ekki fleiri mörk í leikinn.
Danmörk | 2:0 | Ísland | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Tveimur mínútum bætt við leikinn. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |