Miðasalan fyrir EM kvenna verður í þremur hlutum

Íslenska kvennalandsliðið er á leið á Evrópumótið í Sviss.
Íslenska kvennalandsliðið er á leið á Evrópumótið í Sviss. Ljósmynd/Alex Nicodim

Miðasalan fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss næsta sumar hefst þann 17. desember og verður í þremur hlutum.

Í fyrsta hluta miðasölunnar verður notast við miðasölu með kóðum og þarf að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á vef KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands. 

Opnað var fyrir skráningar í dag og verður hægt að skrá sig til og með 23. desember en þann 17. desember fá þeir sem hafa skráð sig sendan kóða og getur fólk notað kóðana til þess að kaupa miða í gegnum UEFA.

Alls verður hægt að kaupa mest 10 miða með hverjum kóða og verður fyrsti hluti miðasölunnar opinn frá 17. desember til 24. desember.

Notast við fjölnota aðgangskóða

Í öðrum hluta miðasölunnar verða seldir miðar með fjölnota aðgangskóða. Þessi hluti verður opinn öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ. 

Áskrifendur fá sendan kóða með fréttabréfi sambandsins, föstudaginn 27. desember. Hægt verður að kaupa fjóra miða með þessum kóða og verður miðasalan í öðrum hluta opin frá 27. desember til og með 8. janúar.

Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA opið öllum sem eru merktir stuðningsmenn Íslands. Þessi hluti miðasölunnar verðir opinn frá 9. janúar til 16. janúar, eða á meðan birgðir endast.

Aðeins er hægt að kaupa ákveðið magn miða í þessum hlutum og fá stuðningsmenn svo úthlutið sætum þegar nær dregur keppninni. Allir seldir miðar í fyrstu þremur fösunum verða á svokölluðu Íslendingasvæði í stúkunni.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um miðakaup fyrir EM kvenna inn á heimasíðu KSÍ eða með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka