Frá Stjörnunni í Val

Sóley Edda Ingadóttir í leik með Stjörnunni gegn Víkingi.
Sóley Edda Ingadóttir í leik með Stjörnunni gegn Víkingi. Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan unga Sóley Edda Ingadóttir er gengin í raðir Vals frá uppeldisfélaginu Stjörnunni.

Er hún annar ungi leikmaðurinn sem Valur fær frá Stjörnunni á skömmum tíma en Hrafnhildur Salka Pálmadóttir fór sömu leið í síðasta mánuði. Þær eru báðar fæddar árið 2008 og urðu því 16 ára á árinu.

Þrátt fyrir ungan aldur lék Sóley 16 leiki með Stjörnunni í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Hún hefur leikið með U15, U16 og U17 ára landsliðum Íslands, alls 17 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert