Framherjinn kveður Grindvíkinga

Dagur Ingi Hammer í leik með Grindavík gegn Þrótti síðasta …
Dagur Ingi Hammer í leik með Grindavík gegn Þrótti síðasta sumar. mbl.is/Eyþór Árnason

Knattspyrnumaðurinn Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur samið við Leiknismenn í Reykjavík um að spila með þeim næstu tvö árin.

Dagur er 24 ára Grindvíkingur og hefur leikið með uppeldisfélaginu alla tíð, að undanskilinni lánsdvöl hjá Þrótti í Vogum árið 2021 þegar hann skoraði átta mörk í 21 leik í 2. deildinni.

Hann á að baki 16 leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni og hefur skorað 23 mörk fyrir liðið í 70 leikjum í 1. deildinni.

Dagur var markahæsti leikmaður Grindvíkinga á síðasta tímabili með tíu mörk í 21 leik í 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert